Nýjasta tölublað

SÉRRIT UM SJÁVARÚTVEG FRÁ 1905

Sjávarútvegstímaritið Ægir er meðal elstu tímarita sem reglulega koma út á Íslandi og eitt allra elsta sjávarútvegstímarit í Evrópu. Ægir kom fyrst út árið 1905 en samfelld reglubundin útgáfa hefur verið frá árinu 1912. Árgangarnir eru því komnir á annað hundraðið og telur útgáfan í heild vel á sjötta tug þúsunda blaðsíðna. Útgefin tölublöð eru að jafnaði 10-11 á ári.

Ægir hefur alla tíð verið og er enn þann dag í dag hluti af síbreytilegum sjávarútvegi á Íslandi og hefur blaðið endurspeglað það sem er að gerast í greininni hverju sinni. Á vissan hátt má því segja að sjávarútvegssaga Íslands birtist í útgáfu blaðsins og engin atvinnugrein á Íslandi státar af því að eiga sér fagrit með svo langa útgáfusögu og Ægir á að baki.

Í blaðinu eru tölulegar upplýsingar um fiskafla skipa og báta, faggreinar, viðtöl, fréttaefni, fylgst með nýjungum í sjávarútvegi, fjallað um ný skip og þannig mætti lengi telja. Segja má að þegar kemur að sjávarútvegi sé fátt Ægisútgáfunni óviðkomandi.

Þeir sem vilja gerast áskrifendur sendi beiðni á netfangið johann@ritform.is