Valþór Hlöðversson
Framkvæmdastjóri
Netfang: valthor@ritform.is
GSM: 894 7252
Valþór nam sagnfræði og hagsögu við Háskóla Íslands og háskólann í Lundi í Svíþjóð þar sem hann lauk fil.kand prófi. Hann var blaðamaður og fréttastjóri hjá Þjóðviljanum 1980-1986 og ritstjórnarfulltrúi á Frjálsri verslun 1987-1992. Valþór var bæjarfulltrúi í Kópavogi 1986-1998, sat í útvarpsráði 1991-1995 og í stjórn Sparisjóðs Kópavogs frá 1998-2007. Hann gekk til liðs við Athygli 1992 og var þar framkvæmdastjóri frá 1996-2012 og formaður stjórnar frá 2012-2018. Valþór er stofnandi og einn eigenda Ritforms.
Jóhann Ólafur Halldórsson
Ritstjóri
Netfang: johann@ritform.is
GSM: 899 9865
Jóhann Ólafur er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1985. Hann hóf störf í blaðamennsku hjá Degi á Akureyri árið 1987 og var ritstjóri blaðsins 1994-1996. Stofnaði fyrirtækið Áform – almannatengsl á Akureyri í ársbyrjun 1999 sem sameinaðist Athygli í nóvember 2000. Jóhann Ólafur hefur mikla þekkingu á málefnum sjávarútvegsins og er m.a. ritstjóri Ægis, fagrits um íslenskan sjávarútveg sem Ritform gefur út. Jóhann Ólafur er stofnandi og einn eigenda Ritforms. Hann er formaður stjórnar félagsins.
Inga Ágústsdóttir
Sölustjóri
Netfang: inga@ritform.is
GSM: 898 8022
Inga Ágústsdóttir starfaði hjá Athygli frá 2000-2018. Hún hefur með höndum alla auglýsingasölu í þau kynningarblöð og tímarit sem Ritform gefur út. Ingibjörg hefur gríðarlega reynslu og sambönd um auglýsingasölu, m.a. á sviði sjávarútvegs og ferðaþjónustu. Hún hefur einnig komið að sýningarhaldi og annast skipulagningu og fjármögnun slíkra verkefna í samstarfi við aðra.
Guðmundur Þorsteinsson
Hönnuður
Netfang: gulli@ritform.is
GSM: 899 4022
Guðmundur er prentsmiður að mennt og nam hjá Valprenti á Akureyri. Eftir að námi lauk vann hann hjá eftirfarandi fyrirtækjum á Akureyri: Skjaldborg – bókaútgáfu, Prentstofu Íslendings og Dagsprenti. Guðmundur hóf störf hjá Litrófi í Reykjavík árið 1997 en réðst til Athygli sem hönnuður 2001. Hann hefur umsjón með allri hönnun og umbroti prentgripa á vegum Ritforms.
Hjörtur Gíslason
Ritstjóri
Netfang: hjortur@audlindin.is
GSM: 618 5613
Hjörtur er ritstjóri vefmiðilins auðlindin.is sem Ritform gefur út. Hann er að einn reyndasti blaðamaður landsins á sviði sjávarútvegs og hefur skrifað um útveginn í meira en þrjá áratugi, lengst af á Morgunblaðinu. Hann hefur skrifað mikinn fjölda greina um íslenskan sjávarútveg í önnur blöð og tímarit og að auki skráð fjórar viðtalsbækur við útgerðarmenn og sjómenn.
Ingunn Hauksdóttir
Skrifstofustjóri
Netfang: ingunn@ritform.is
GSM: 694 2693
Ingunn lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á viðskiptasviði árið 1991. Hóf þá störf á lögfræðistofu í Reykjavík uns hún réðst til Athygli haustið 1998. Hún er í hlutastarfi hjá Ritformi og annast m.a. útskrift reikninga, bókhald og innheimtu.