Meginhluti útgáfu Ritforms er fjármagnaður með sölu auglýsinga. Innan fyrirtækisins er mikil yfirsýn yfir íslenska auglýsingamarkaðinn og viðskiptatengsl við hundruð fyrirtækja sem hafa lengi auglýst í okkar miðlum.

Megináhersla söludeildar Ritforms er á það að fjármagna útgáfu eigin miðla.  Ritform skoðar þó ávallt hugmyndir er varða fjármögnun á útgáfu blaða og tímarita fyrir aðra aðila og er þóknun þá ákveðið hlutfall af auglýsingasölunni.

Söludeild Ritforms hefur einnig komið að fjármögnun og kynningu sýningahalds og er í farsælu samstarfi við sýningarfyrirtækið Ritsýn ehf., m.a. um sýninguna Sjávarútvegur sem haldin er í Laugardalshöll 3ja hvert ár.

Inga Ágústsdóttir sölustjóri
Netfang: inga@ritform.is
GSM: 898 8022