Sóknarfæri

Kynningarblaðið Sóknarfæri er gefið út 6-8 sinnum á ári og er því m.a. dreift til sérstaks markhóps fyrirtækja í landinu. Þar er sjónum beint að frumkvæði og fagmennsku í íslensku atvinnulífi og m.a. fjallað um sjávarútveg, verklegar framkvæmdir, orkumál og iðnaðaruppbyggingu.

Ægir – tímarit um sjávarútveg

Ægir er eitt elsta tímarit landsins, stofnað árið 1905. Blaðið er rótgróið fagrit í áskrift um íslenskan sjávarútveg.  

Nánar um Ægir >

Akureyri

Ritform gefur árlega út tvö tölublöð af blaðinu Akureyri en þar er fjallað um mannlíf og menningu í höfuðstað Norðurlands. Akureyri er í dagblaðsbroti og dreift án endurgjalds inn á hvert heimili á Eyjafjarðarsvæðinu.

Ævintýralandið Ísland

Í maímánuði ár hvert gefur Ritform út veglegt rit um íslenska ferðaþjónustu í samvinnu við markaðsstofur ferðamála í landshlutunum og ferðaþjónustuaðila. Blaðinu er dreift endurgjaldslaust í stóru upplagi.

Outdoors

Landkynningarritið Outdoors – exploring the blue island, er skrifað á ensku fyrir erlenda ferðamenn og er gefið út tvisvar á ári. Ritið liggur frammi á fjölmörgum stöðum og m.a. dreift til upplýsingamiðstöðva ferðamanna um land allt.

Cool Atlantic

Ritform gefur út kynningarblaðið Cool Atlantic og dreifir á sjávarútvegssýningum erlendis, m.a. á ensku í Brussel og á rússnesku í St. Pétursborg og Murmansk.

Auðlindin.is

Ritform heldur úti metnaðarfullum vef um íslenskan sjávarútveg þar sem er að finna fréttir, hagrænar upplýsingar, viðtöl við fólk í sjávarútvegi, léttmeti og annað sem vekur áhuga allra þeirra sem hafa áhuga á þessari undirstöðuatvinnugrein Íslendinga. Sjá auðlindin.is